Störf í boði

Yfir 70 ára reynsla í ferðaþjónustu.

Snæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Sigurði Snælandi Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1945. Fyrirtækið hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.

Þú getur sent fyrirspurn/umsókn um laus störf á netfangið: job@snaeland.is

Sendu okkur umsókn
Bílstjórar
Við erum alltaf að leita eftir færum bílstjórum í fjölbreytt störf.Bílstjórar eru fulltrúar og andlit Snæland Grímssonar útávið. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, snyrtimennsku og að veita farþegum framúrskarandi þjónustu.
Leiðsögumenn
Umsóknir frá leiðsögumönnum eru alltaf velkomnar.Góð leiðsögn veitir innsýn í samfélag, menningu, sögu, náttúru og sérstöðu Íslands með það að markmiði að ferðin sé fræðandi, jákvæð og skemmtileg upplifun.
Ferðaskrifstofa
Úrvinnsla
Starfið felst í því að sjá um úrvinnslu og utanumhald með ferðum, þar með talið bókanir hjá birgjum, reikningagerð og eftirlit með bókunum í ferðir frá erlendum viðskiptavinum.
Sala
Setja saman, selja ferðir og viðhalda og afla nýrra viðskiptasambanda. Verðútreikningar, tilboðsgerð, sala, hönnun og gerð ferðalýsinga fyrir einstaklinga, hópa og erlendar ferðaskrifstofur.