Snæland Grímsson, eða Snæland Travel, er rótgróið íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1945. Markmið okkar er að tryggja að gestir komi heim með sögur af ævintýrum sínum á Íslandi. Því sjáum við um allan undirbúning, skipulag og leiðsögn á ferðum þeirra um landið. Öll starfsemin er undir sama þakinu, frá samskiptum til viðhalds á bílum og rútum — allt tengt og allt innan seilingar.
ÖNNUR ÞJÓNUSTA
FJÖLBREYTT ÚRVAL FERÐA
Snæland Grímsson býður uppá fjölbreytt úrval ferða í gegnum vörumerkið Travel Reykjavík. Skoðaðu úrvalið á heimasíðu okkar og upplifðu náttúru Íslands á þinn hátt.
Snæland Grímsson býður uppá þjónustu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Hentar vel stórum og smáum hópum sem vilja næði og þægindi — frábært fyrir skíðaferðalagið.